Wiola Ujazdowska í Inclusive Public Spaces
Wiola Ujazdowska, "The Scandinavian Dream"

Nýtt hlaðvarp | Fordómar og forréttindi

Eru almenningsrými örugg og aðgengileg öllum – óháð uppruna og litarhætti? Hvaða raddir heyrum við og hvaða frásagnir ná til okkar? Hverjum er í sjálfsvald sett að skilgreina sjálfan sig sem hluta af samfélaginu?

Í nýju hlaðvarpi leitar Bókasafnið leiða til að ræða ólíkar frásagnir sem snerta á kerfisbundnum fordómum og forréttindum. Með hlaðvarpinu er opnað fyrir gagnrýna menningarsamræðu við listamenn og rithöfunda.

Hlaðvarpið er hluti af verkefninu Inclusive Public Spaces, sem fer fram á ensku.

Hlaðvarpið Inclusive Public Spaces má nálgast hér að neðan, eða á helstu hlaðvarpsveitum. Alls eru þættirnir fjórir ásamt kynningarþættinum. Þættirnir koma út á laugardögum.

 

Við minnum einnig á viðburðaröð verkefnisins, þar sem listakonur vekja okkur til umhugsunar um hvaða frásagnir tilheyra almenningsrýmum.

The Scandinavian Dream, gjörningur eftir Wiolu Ujazdowska

What are you doing in Iceland with your face?, textílverk eftir Melanie Ubaldo 

JÖKULSÁRLÓN 2014, myndbandsverk eftir Nermine El Ansari

 

Við höfum einnig tekið saman bókalista á Rafbókasafninu undir heitinu Raddir með sögum um sjálfsmyndun og marglitt samfélag.

Frekari upplýsingar um hugarflugsfundi, hlaðvarpið og listviðburði verkefnisins Inclusive Public Spaces má finna á ensku síðu Safnsins.

Frekari upplýsingar veitir:

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri – Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

UppfærtFimmtudagur, 24. september, 2020 10:56