Smásmiðjur í Grófinni
Reglulega eru haldnar spennandi Smásmiðjur á Verkstæðinu á 5. hæð í Grófinni. Smiðjurnar eru hugsaðar fyrir byrjendur og þau sem langar að rifja upp ýmislegt tengt mynd-, tónlistar- eða hljóðvinnslu.
Í hverri smiðju er farið yfir ákveðin tækniatriði eða forrit, til dæmis:
- klippa á saman myndband í Final Cut Pro
- semja takt í Logic Pro
- nota grænskjá
- hanna skemmtilega hluti fyrir þrívíddarprentara í teikniforritinu Tinkercad

Smásmiðjurnar eru á boði annan hvern fimmtudag frá kl. 16:00 - 17:00. Eftir tímann er starfsfólk á staðnum til að aðstoða til kl. 17:30.
Þátttaka er ókeypis og engin skráning. Smiðjurnar eru opnar öllum 13 ára og eldri.
Smásmiðjur frá september 2025 - janúar 2026:
23. október | Hönnum spennandi hluti fyrir þrívíddarprentara í teikniforritinu Tinkercad - Ath. frestað til 30. október
6. nóvember | Rubiks kubburinn: Frá byrjanda til meistara á 6o mínútum
20. nóvember | Grunnatriði í vídeóforritinu Final Cut Pro
4. desember | Grunnatriði í tónlistarforritinu Logic Pro
15. janúar | Hönnum spennandi hluti fyrir þrívíddarprentara í teikniforritinu Tinkercad
29. janúar | Rubiks kubburinn: Frá byrjanda til meistara á 6o mínútum
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur tónlistardeildar
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100