Orðabók Kærleiksorðræðu
Um orðabók Kærleiksorðræðu
Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun af samskiptum, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem komu að verkefninu voru hvött til að búa til ný íslensk orð sem síðan var safnað saman í þessa nýstárlegu orðabók. Orðabókin er kaflaskipt eftir því hvernig orðin fundu sér leið í bókina. Þar má nefna orðasmiðjur á Borgarbókasafninu, vinnustofur í grunnskóla, framlög einstaklinga á upplestrarviðburðum og innsendar tillögur í gegnum netið. Kaflarnir eru sex talsins og í byrjun hvers þeirra er stutt lýsing á áherslum sem gefa vísbendingu um jarðveginn sem orðin spruttu úr. Flest framlögin komu inn sem handskrifaðar tillögur og mynd af þeim má finna í bókinni. Skilgreiningar á nýjum orðum voru ekki allar á íslensku og sum orð komu oft fyrir. Til einföldunar tóku ritstjórar tillögurnar saman, sameinuðu þær sem komu oftar en einu sinni fyrir, þýddu skilgreiningar yfir á íslensku, aðlöguðu að íslenskri málfræði eða einfölduðu til að gera textann aðgengilegri.
Flettu í gegnum orðabókina með því að smella á myndina.