Hannaðu þitt eigið skrímsli!

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
4-8 ára
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Haustfrí | Hannaðu þitt eigið skrímsli!

Sunnudagur 27. október 2024

Rit- og myndhöfundurinn Alexandra Dögg Steinþórsdóttir leiðbeinir krökkum við að skapa sín eigin skrímsli, allt frá hugmynd til fullskapaðs skrímslis. Börnin eru sérstaklega hvött til að skapa sitt skrímsli út frá eigin áhuga og reynslu. Við skoðum líka hvernig gaman er að vinna með hversdagsleg fyrirbæri og hvernig ímyndunaraflið getur breytt þeim í furðuverur. 

Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Skissur verða að bók.

Alexandra Dögg fæddist á Akureyri 1991 en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún er með diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur myndlýst fyrir fjölda aðila, svo sem Bíó Paradís, Þroskahjálp, Reykjavíkurborg og ASÍ. Alexandra Dögg  vinnur mest með vatns -og gouache liti.

Hennar fyrsta bók Mér líst ekkert á þetta kom út árið 2023 en Alexandra Dögg hefur skapað furðusögur og gert myndir frá barnsaldri.

Á sýningunni verður hægt að sjá allt efnið sem Alexandra Dögg vann að í sköpunarferli bókarinnar, frá fyrstu skissum yfir í lokaafurðina. 

Sjá viðburð á Facebook hér.

Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100