Barnabækur á ýmsum tungumálum
Allar barnadeildir Borgarbókasafnsins geyma úrval af barnabókum á bæði íslensku og ensku
Leitar þú að skáldsögum fyrir fullorðna á öðrum tungumálum? Hér er má finna yfirlit yfir þær.
Sértu að leita að pólskum barnabókum er þær helst að finna á bókasöfnunum í Gerðubergi, Grófinni og Spönginni,
en í Gerðubergi og Grófinni er gott úrval barnabóka á mörgum fleiri tungumálum.
Hér fyrir neðan er listi yfir þau tungumál sem nálgast má á Borgarbókasafninu og við minnum á að það er alltaf hægt að fá bækur sendar á það bókasafn sem er þér næst. Þetta er gert inni á „Mínum síðum“ hér á heimasíðunni en einnig getur starfsfólk aðstoðað þig við að panta bækur af öðrum söfnum.
Gerðuberg
- Albanska - Shqip
- Arabíska - عربي
- Bengalska - বাংলা
- Eistneska - Eesti keel
- Japanska - 日本語
- Katalónska - Català
- Kínverska - 普通话
- Kóreska - 한국어
- Króatíska - Hrvatski
- Kúrdíska - کوردی
- Lettneska - Latviešu valoda
- Litáíska - Lietuvių kalba
- Pólska - Polski
- Rúmenska - Limba română
- Rússneska - Русский язык
- Serbneska - Srpski
- Singalíska - සිංහල
- Sómalska - Af-Soomaali
- Spænska - Español
- Tagalog
- Taílenska - ภาษาไทย
- Tyrkneska - Türkçe
- Ungverska - Magyar
- Víetnamska - Tiếng Việt
Er bókin sem þig langar að lesa ekki til? Sendu okkur endilega innkaupatillögu.