Íslandskort bókmenntanna
Á þessu Íslandskorti bókmentanna höfum við merkt við sögusvið eða áhrifastaði skáldsagna af ýmsu tagi; „venjulegra“ skáldsagna, barnabóka og sögulegra skáldsagna. Bækurnar eru langflestar íslenskar en þó eru nokkur erlend verk inn á milli.
Hver einasti prjónn táknar eina bók. Með því að smella á hann færðu upp kápumynd bókarinnar og stutta lýsingu á henni, og í sumum tilfellum textabrot eða tengil á ritdóma.
Hægt er að þysja inn eða út og hliðra kortinu til með hnöppunum í efra vinstra horni kortsins.
Íslandskortið er vitaskuld ekki tæmandi og verður í vinnslu lengi enn. Ertu með bók í huga sem mætti finna skýran stað á kortinu? Sendu okkur ábendingu á póstfangið ragna.solveig.gudmundsdottir@reykjavik.is.
Barnabækur eru merktar með bleikum prjóni, sögulegar skáldsögur með grænum og aðrar skáldsögur með bláum.