LESHRINGURINN 101 - Grófinni
Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á 5. hæð á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum af ólíkum toga; íslenskar og erlendar skáldsögur, þýðingar, ljóð, ljóðrænir textar, minningar, sannsögur og fleira.
Við hittumst í september, október, nóvember - frá hausti að vetri 2022:
Þriðjudagur 27. september 2022
kl. 17:10-18:10
Eiríkur Guðmundsson, Ritgerð mín um sársaukann.
Útgáfa: Benedikt, 2018.
Sjá: Undir himninum, útvarpsþáttur á Rás 1 með brot úr fjölmörgum pistlum höfundar, sem lést þann 8. ágúst 2022.
Þriðjudagur 8. nóvember 2022
kl. 17:10-18:10
Þrjár ljóðabækur frá árinu 2022:
Anton Helgi Jónsson, Þykjustuleikarnir
Hrafnhildur Hagalín, Skepna í eigin skinni
Alda Björk Valdimarsdóttir, Við lútum höfði fyrir því sem fellur
Útgáfa: Forlagið/Mál og menning, 2022.
Sjá viðburð á Borgarbókasafninu í Gerðubergi þann 12. október 2022:
KVEIKJA | Að lifa og deyja í ljóði
Þriðjudagur, 29. nóvember 2022
kl. 17:10-18:10
Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Sólrún - saga um ferðalag.
Útgáfa: Bjartur, 2022.
Sjá: Orð um bækur, umfjöllun, brot úr útgáfuhófi og viðtal við höfund.
Sara Stridsberg, Beckomberga-geðsjúkrahúsið: óður til fjölskyldu minnar.
Þýðandi: Tinna Ásgeirsdóttir. Útgáfa: Bjartur, 2018.
Sjá: Lousiana Channel, mjög áhugavert viðtal við Söru Stridsberg um skrif og sköpunarferli.
Umsjón:
Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir
Allir velkomnir í leshringinn en skráning nauðsynleg í gegnum netfangið: soffia.bjarnadottir@reykjavik.is
Hámarksfjöldi er 12 manns.