
Um þennan viðburð
Tími
17:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Fræðsla
Leshringur | Paradís
Fimmtudagur 18. desember 2025
Í desember lesum við Paradís eftir tansanísk-breska Nóbelsskáldið Abdulrazak Gurnah. Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist í Tansaníu í upphafi síðustu aldar og fjallar um drenginn Yusuf sem er tekinn upp í skuldir af auðugum kaupmanni frá ströndinni og fylgir honum í leiðangur inn í land.
Sjá umfjöllun í Heimildinni, Kiljunni og Independent. Eins má finna fræðigreinar um hana í landsaðgangi og hér má sjá tvær greinar á öndverðum meiði.
Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.
Dagskráin fyrir haustið 2025 er eftirfarandi:
- 18. september: Merking eftir Fríðu Ísberg
- 16. október: Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky
- 20. nóvember: Glataðir snillingar eftir William Heinesen
- 18. desember: Paradís eftir Abdulrazak Gurnah
Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204