
Um þennan viðburð
Rými fyrir höfunda | Upplestur úr jólabók Blekfjelagsins
Jólabók Blekfjelagsins hefur verið árleg hefð síðan hún kom fyrst út árið 2012. Fjórtánda útgáfa bókarinnar fylgir í fótspor fyrri verka en bætir við sínum eigin töfrum.
Jólin eru tími til að kyngja. Við kyngjum hamborgarhryggnum, brúnuðu kartöflunum, majónesinu, konfektinu, frómasnum, fjölskylduboðunum, óþægilegu samverunni og erfiðu skoðununum á meðan snjónum kyngir niður.
Áskorun ársins er að koma sögu með tengingu við titilinn, Kyngja, í 87 orð og afraksturinn er þetta einstaka samansafn örsagna sautján nemenda í ritlist á meistarastigi við Háskóla Íslands. Við vonum að þessi bók gleypist með ánægju.
Blekfjelagið - félag nemenda í ritlist við Háskóla Íslands
jolabokblekfelags@gmail.com
Rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum geta pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. Höfundum er frjálst að nýta rýmið eins og þeim hentar, til dæmis fyrir upplestur (jafnvel í samráði við aðra höfunda), útgáfuhóf og kynningar.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
verkefnastjóri | bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is
