Tilbúningur | Fyrir skapandi fólk á öllum aldri
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Spönginni frá kl. 15:30-17:30 og annan fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Árbæ frá kl. 16:00 - 17:00.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn.
Viðburðaröðin hóf göngu sína á síðasta ári og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Boðið hefur verið upp á fjölbreytt viðfangsefni og má þar m.a. nefna mandölur, punktalist, sólarprent, barmmerkjagerð, pappírsblóm, jólastjörnur og fleira.
Viðburðirnir henta skapandi fólk á öllum aldri.
Ókeypis aðgangur og engin skráning.
Fylgist með dagskránni í viðburðatalinu hér á heimasíðunni eða á Facebook síðu safnsins.
Nánari upplýsingar veita:
Árbær:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250
Spöngin:
Védís Huldudóttir, sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411 6230