An illustration showing a simplified cross stitching hoop, with a QR code being stitched into it.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | QRosssaumur

Miðvikudagur 5. febrúar 2025

Krosssaumum QR kóða!

Blandaðu saman nútímatækni og hefðbundnum hannyrðum með því að sauma út QR kóða! Hvort sem þú vilt deila hlekk á vefsíðu, bjóða gestum að skrá sig inn á netið heima hjá þér með einum smelli, eða bara hvað sem er — QR kóðinn getur það. Og hann hefur aldrei verið heimilislegri!

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka saumasettið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6244 ✆