Búningar

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
Óháð tungumáli
Markaður

Búningaskiptimarkaður

Mánudagur 9. febrúar 2026 - Laugardagur 14. febrúar 2026

Verið velkomin á skiptimarkað á Borgarbókasafninu Spönginni! Hér er hægt að skiptast á búningum fyrir Öskudaginn í öllum stærðum og gerðum! 

Öllum býðst að koma með sína búninga á markaðinn og taka svo í staðinn þá flíkur sem þeim líst vel á. Það sem einn hefur ekki lengur not fyrir getur verið algjör happafengur fyrir annan. 

Nú er því upplagt tækifæri að fara í gegnum skápa og skúffur því hér gefst kostur á að losa sig við allskonar hluti og finna sér nýja án þess að borga krónu. Ekki þarf að hafa neitt með annað en það sem á markaðinn á að fara, það verða borð og fataslá á staðnum og kaffi á könnunni. 

Þátttaka er ókeypis. 

Reglur fyrir búningaskipti eru eftirfarandi: 
Allir búningar verða að vera hreinir og í nothæfu ástandi. 
Hengið föt á herðatré eða raðið þeim snyrtilega á borðið. 
Sýnum hvert öðru virðingu. 

Viðburðurinn á Facebook. 

 

Nánari upplýsingar veitir:  
Justyna Irena Wilczynska, sérfræðingur  
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is  | 411 6230