Mest lánað og lesið á Borgarbókasafninu árið 2025

 

Mest lesna og lánaða bók ársins á Borgarbókasafninu árið 2025 var skáldsagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.  Hér fyrir neðan má sjá lista Borgarbókasafnsins eftir flokkum yfir mest lesið og/eða lánað á árinu 2025.
 

Topp 10 listi yfir mest lesnu og lánuðu bækur 2025

1.  Í skugga trjánna: skáldsaga eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
2. Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur
3. Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðardóttur
4. Ferðalok eftir Arnald Indriðason
5. Hulda eftir Ragnar Jónasson
6. Hildur eftir Satu Rämö
7. Þegar sannleikurinn sefur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur
8. Harry Potter og viskusteinninn eftir J.K. Rowling
9. Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána
10. Morðin á heimavistinni eftir Lucindu Riley
 

Mest lesið og/eða lánað árið 2025 eftir flokkum:

Skáldverk

Í skugga trjánna: skáldsaga eftir Guðrúnu Evu Mínvervudóttur var mest lesna og lánaða skáldverk ársins. 
Hér má finna topp 10 lista yfir mest lesnu og lánuðu skáldverkin 2025.

Fræðiefni / ævisögur

Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur var mest lesin og lánuð í flokki fræðiefnis / ævisagna ársins
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki fræðiefnis / ævisagna.

Skáldverk fyrir börn

Hendi! eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og myndhöfundinn Iðunni Örnu var mest lesna og lánaða skáldverk fyrir börn á árinu. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki skáldverka fyrir börn.

Skáldverk fyrir unglinga

Harry Potter og viskusteinninn eftir J.K. Rowling var mest lesna og lánaða skáldverk fyrir unglinga á árinu. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki skáldverka fyrir unglinga.

Fræðiefni fyrir börn

Minecraft - Byrjendabók eftir Stephanie Milton var mest lesna og lánaða fræðiefni fyrir börn á árinu. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki fræðiefnis fyrir börn.

Fræðiefni fyrir unglinga

Bestu karlarnir: öflugustu fótboltamenn heims eftir Illuga Jökulsson var mest lesna og lánaða fræðiefni fyrir unglinga á árinu. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki fræðiefnis fyrir unglinga.

Tímarit

Vikan var mest lesna og lánaða tímarit ársins.
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki tímarita.

Tónlist fyrir börn

Karnivalía, barnaplata Memfismafíunnar og Braga Valdimars Skúlasonar var mest lánuð á árinu í flokki tónlistar fyrir börn. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki tónlistar fyrir börn.

Tónlist fyrir fullorðna 

ADHD 9 hljómsveitarinnar ADHD var mest lánaða  hljómplatan á árinu í flokki tónlistar fyrir fullorðna. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki tónlistar fyrir fullorðna.

Kvikmyndir

Stiklur 1 - 18 eftir Ómar Ragnarsson voru mest lánaðar í flokki kvikmynda á árinu. 
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki kvikmynda.

Kvikmyndir fyrir börn

Ronja ræningjadóttir var mest lánuð í flokki kvikmynda fyrir börn á árinu.
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki kvikmynda fyrir börn.

Spil fyrir börn og unglinga

Sushi go! var mest lánaða borðspil fyrir börn og unglinga á árinu 2025.
Hér má finna topp 10 listann í útlánum á árinu í flokki spila fyrir börn og unglinga.


 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 28. janúar, 2026 15:47
Materials