
Um þennan viðburð
Lestrarhátíð | Teiknismiðja og sögustund með Obbuló í Kósímó - Helga Kristín Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson höfundar bókanna um Obbuló í Kósímó koma í heimsókn í safnið. Kristín Helga les úr nýjustu bókinni um Obbuló, Obbuló í Kósímó - Gjafirnar og Halldór Baldursson stýrir teiknismiðju.
Bækurnar um Obbló fjalla um Oddnýju Lóu Þorvarðardóttur sem býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. En hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Í nýju bókinni er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?
Boðið verður upp á kakó og smákökur

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.
Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.
Viðburðurinn á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149