
Um þennan viðburð
Haustfrí | Fjallageitur og klippimyndir
Upp, upp, upp á fjall,
Upp á fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður,
Alveg niður á tún.
Þetta hafa mörg börn sungið dátt. Grafarvogurinn er einmitt þekktur fyrir sinn fallega fjallahring. Hvert sem augað eygir sést fallegt fjall sem staðsetur okkur og getur þjónað sem áttaviti og sagt ýmislegt um veðrið. Er snjór í Esjunni í dag? Og hvar er Grýla? Er einhver á Snæfellsjökli? Af hverju er Úlfarsfell ekki fjall eins og hin fjöllin, bara fell? Og eru fjallstoppar og ístoppar það sama?
Í þessari smiðju munum við virkja sköpunarkraftinn með því að skoða hinn fallega fjallahring sem umkringir Grafarvoginn.
Hvert barn mun skapa sína eigin klippimynd þar sem við leikum okkur með orð og myndir af fjöllunum okkar og fáum fyrir vikið betra sjónarhorn yfir Reykjavík.
Smiðjuna leiðir Vilborg Bjarkadóttir myndlistarkona, kennari og þjóðfræðingur.
Námskeiðið er ókeypis og skráning er nauðsynleg þar sem pláss er takmarkað.
Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan á síðunni.
Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!
Nánari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczynska, sérfræðingur
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is | 411 6230