Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska, English
Skapandi tækni

Fríbúð | Rafhljóðasmiðja

Miðvikudagur 12. mars 2025

Hefur þig langað til að breyta gömlu rafmagnsleikfangi í hljóðfæri?

Í þessari smiðju verður aðferð kölluð „Circuit bending“ notuð til þess að breyta leikföngum í hljóðfæri, umbreyta hljóðum úr gömlum hljómborðum og skapa tilraunakennda raftónlist. Smiðjan er fyrir öll forvitin og fiktin. Engar kröfur eru gerðar um bakgrunn í tónlist eða rafmagnsvinnu. Allur efniviður er á staðnum.

Smiðjuna leiðir Jesper Pedersen og er í samstarfi við Raflost.

Nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan þar sem pláss er takmarkað.

Viðburður á Facebook.

Viltu vita meira um Fríbúðina?
 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170