Ljóðaslamm | Góð ráð fyrir ljóðaslammara

Hvað er ljóðaslamm? Ljóðaskrif, sviðsframkoma, flutningur og lokaútkoma.

Sviðslistafólkið Jón Magnús Arnarsson, Steingrímur TeagueSteinunn Arinbjarnardóttir og Steinunn Jónsdóttir fara í saumana á þessu skemmtilega listformi og gefa ljóðaslömmurum framtíðar góð ráð.

Myndböndin hér fyrir neðan eru tilvalin fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins, næsta keppni er á Safnanótt þann 7. febrúar. Hægt er að sækja um þátttöku til 31. janúar 2025.


Hvað er ljóðaslamm?

Jón Magnús Arnarsson, leikari og ljóðaslammari, einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann bar sigur úr býtum í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins árið 2017 og hefur í kjölfarið ferðast um allan heim og flutt ljóð í keppnum, bókmenntaviðburðum og ýmsum Poetry Slam uppákomum, enda er ljóðaslamm-senan víða erlendis bæði stór og fjölbreytt. 



Ljóðaskrif

Steingrímur Teague, tónskáld, textahöfundur og söngvari, og Jón Magnús Arinbjarnarson, ljóðaslammari og leikari, gefa góð ráð um hvernig ljóð henta í flutningi ljóðaslamms.



Sviðsframkoma

Steinunn Arinbjarnardóttir, leikkona, og Jón Magnús Arinbjarnarson leikari og ljóðaslammari, fara yfir það helsta sem hafa þarf í huga varðandi sviðsframkomu í ljóðaslammi.



Flutningur

Tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir og leikarinn og ljóðaslammarinn, Jón Magnús Arnarsson, fara yfir helstu atriði sem gott er að tileinka sér við flutning ljóðaslamms.



Að láta allt smella saman

Tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir og ljóðaslammarinn og leikarinn, Jón Magnús Arnarsson, tala hér um mikilvæg atriði þegar kemur að því að láta flutning í ljóðaslammi smella saman. Hver er lokaútkoman, hvernig fínpússar þú atriðið þitt og finnur þig í flutningnum?