Stefna menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020

Samfélagið á Íslandi í dag er bæði fjölbreytt og litríkt. Það eru grundvallarmannréttindi fólks að geta verið virkir þátttakendur í menningarlífinu. Sem höfuðborg gegnir Reykjavík menningarlegu forystuhlutverki og byggir sjálfsmynd borgarinnar á skapandi hugsun, frumkvæði, fjölbreytileika og menningararfi. Menningarlífið er sprottið af frumkvæði og sköpunarkrafti íbúa. Það er drifið áfram af fjölda einstaklinga, samtaka og stofnana af ýmsu tagi sem þar leggja hönd á plóg. Menningarlíf höfuðborgarinnar er fjölskrúðugt og á að hlúa að fjölbreytileikanum. Hann er kjarninn í menningarlegri sjálfmynd borgarinnar. Menning, listir og saga ýta undir samkennd og jákvæða forvitni um fjölbreytileika mannlífsins. Reykjavíkurborg hefur augun opin fyrir tækifærum sem auka gagnkvæman skilning, virðingu og jafnrétti og nýtir þau í þágu samfélagsins. Þessari stefnu, og aðgerðum sem henni fylgja, er ætlað að tryggja að tillit verði tekið til þess nútíma samfélags sem lýst var hér að ofan. Stefnan byggir meðal annars á farsælli reynslu fjölmenningarstarfs Borgarbókasafns Reykjavíkur þar sem list og sköpun er grunnur að samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Einnig hefur verið byggt á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og litið til fjölmenningarstefnu Skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkur, Heimurinn er hér. Þá hefur verið stuðst við skýrslu Evrópusambandsins, How Culture and the Arts Can Promote Intercultural Dialogue in the Context of the Migratory and Refugee Crisis. 

Sjá stefnuna „Rætur og vængir“ hér

Sjá jafnframt upplýsingar og gögn sem tengjast samnefndri ráðstefnu, sem haldin var árið 2018.

Starfshópinn skipuðu:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir (formaður), Borgarbókasafn Reykjavíkur
Ágústa Rós Árnadóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur
Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar/skrifstofa MOF
Klara Þórhallsdóttir, Listasafn Reykjavíkur
Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
Joanna Marcinkowska, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Sigtryggur Jónsson, Velferðasvið Reykjavíkurborgar
Sigrún Erla Egilsdóttir, Rauði krossinn

Rætur og vængir | Stefna