Bókin heim

Borgarbókasafnið býður upp á heimsendingarþjónustuna Bókin heim. Þessi þjónusta er ætluð öldruðum og öðrum, sem vegna fötlunar eiga ekki heimangengt, og hefur verið í boði allt frá 1974. Með Bókinni heim er hægt að fá sent heim lesefni, bækur og tímarit, eða tónlist á geisladiskum. Þetta er persónuleg þjónusta þannig að hver lánþegi fær sinn starfsmann til að þjóna sér og fær aðstoð hans við að finna efni til að lesa eða hlusta á. Sendingarnar eru á átta vikna fresti.

Þeir sem eru orðnir 67 ára fá ókeypis bókasafnskort. Bókasöfnin eru öllum opin hvort sem er til að sækja lesefni eða annan safnkost til að taka með sér heim, eða bara til að setjast niður, kíkja í bækur eða blöð, spjalla við náungann eða bara gera ekki neitt. Á safninu eru líka ýmiss konar viðburðir í boði; upplestrar, tónlist, leshringir, bókakaffi og prjónaklúbbar svo fátt eitt sé nefnt.

Vilt þú eða þekkir þú einhvern sem vill nýta sér þessa þjónustu? 

Þú getur fyllt út formið hér neðar á síðunni þess að skrá þig. Einnig má hringja í síma 411 6100 eða senda okkur tölvupóst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is. Starfsmaður Borgarbókasafnsins hefur samband þegar umsóknin hefur verið samþykkt.

Gögnin eru lánuð út í 8 vikur í senn og allar sendingar eru keyrðar út á sama tíma, sem þýðir að nokkur tími getur liðið frá skráningu til fyrstu sendingar.

 

Bókin heim: skráning

Vinsamlegast merktu við hvers konar efni þú hefur helst áhuga á hér fyrir neðan.

Hægt er að merkja við fleiri en eitt atriði í hverjum flokki en það er ekki nauðsynlegt að merkja við alla flokka.

Ef þú hefur sérstakar óskir um bækur getur þú skráð þær hér.
Ef þú hefur sérstakar óskir um tónlist getur þú skráð þær hér.
Ef þú hefur sérstakar óskir um tímarit getur þú skráð þær hér.
Ef þú hefur sérstakar óskir um kvikmyndir eða sjónvarpsefni á DVD getur þú skráð þær hér.