Haustfrí 2021

Borgarbókasafnið er með fjölbreytta dagskrá í haustfríinu að vanda!

Hrekkjavökugetraun

Nú styttist óðum í hrekkjavökuna og því kjörið að undirbúa sig í haustfríinu. Spreytið ykkur á þessari hrollvekjandi getraun og komist að því hvort þið séuð örugglega tilbúin fyrir hrikalegasta tíma ársins...

Getraunin hentar allri fjölskyldunni og það er um að gera að skora á vini og vandamenn að taka þátt!

Viltu spreyta þig á annarri getraun? Þá er um tvennt að velja:

Hrekkjavökugrímur

Skapandi grímugerð undir leiðsögn Ninnu Þórarinsdóttur leikfangahönnuðar og myndskreytis! Hvaða ógnvænlega furðuvera ætlar þú að vera?

Skapalón af hauskúpu fyrir grímugerðina