Um þennan viðburð
Vetrarfrí | ÞYKJÓ skuggaleikhús
Í vetrarfríinu bregðum við á leik með ljós og skugga og kynnumst töfrum skuggaleikhúss með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 og hlaut tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna 2023.
Viðburður á Facebook.
Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270