Kvöldgöngur í Reykjavík

Kynnið ykkur heildardagskrána á borginokkar.is

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

Sumarið 2021 býður Borgarbókasafnið upp á ljóðagöngu á spænskri tungu, bókmenntagöngu um slóðir Ástu Sigurðardóttur og leiðsögn um hina hliðina á Reykjavík.

Heildardagskrá kvöldgangna sumarið 2021 má finna á vef Borgarinnar okkar, og hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook-síðu kvöldgangna.

Þátttaka er ókeypis. Við biðjum alla vinsamlegast um að skrá sig í göngurnar, en vísum þó engum frá. Skráning fer fram á síðu hverrar göngu fyrir sig, sjá tengla hér fyrir ofan og neðar á síðunni.

Nánari upplýsingar veita kynningarstjórar safnanna:

Áslaug Guðrúnardóttir
aslaug.gudrunardottir@reykjavik.is

Birta Þrastardóttir
birta.thrastardottir@reykjavik.is

Guðrún Helga Stefánsdóttir
gudrun.helga.stefansdottir@reykjavik.is