Kvöldgöngur í Reykjavík

Hvað eru kvöldgöngur í Reykjavík?

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í júlí og ágúst. Auk þess verður hvert safn með eina göngu á ensku og svo sameiginlega Reykjavík Safari sem verður á sex tungumálum: ensku, pólsku, spænsku, litháísku, arabísku og filippseysku. 

Göngurnar hefjast kl. 20 og lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

 

Barn náttúrunnar og borgarbarnið: á slóðum Halldórs Laxness í Reykjavík

Fimmtudaginn 20. júní | Borgarbókasafnið

Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og skáld leiðir göngu um slóðir Halldórs Laxness í Reykjavík.

 

AÐALstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík

Fimmtudaginn 27. júní | Borgarsögusafn

Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt til upphafs byggðar í Reykjavík, á landnámstíð. Úr henni má lesa þróun byggðarinnar allt til samtímans og á þann hátt kalla hana sögulega tímalínu Reykjavíkur. Leiðsögumaður er Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafnsins.

 

Statues and monuments of Reykjavik city centre | IN ENGLISH

Tuesday July 2 | Reykjavik Art Museum

Get acquanted with the history of Iceland and Reykjavik through statues and monuments in Reykjavik city center.

 

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða miðbæjar Reykjavíkur

Fimmtudaginn 4. júlí | Listasafn Reykjavíkur

Rýnt verður í sögu Íslands og Reykjavíkur í gegnum styttur og minnisvarða í miðbæ Reykjavíkur.

 

Reykjavík Safarí in six languages

Thursday July 11th | All museums

The cultural life in downtown Reykjavik introduced in six different languages: Polish, English, Philippine, Spanish, Arabic and Lithuanian. Introduction to the cultural institutions and museums are and what is available for children, adults and families.

 

Rölt í Reykjavík

Fimmtudaginn 18. júlí | Borgarsögusafn

Kennileiti skoðuð í miðborg Reykjavíkur sem tengjast tónlistarsögu Íslands. Sambland af gleði og fróðleik. Leiðsögumaður er Arnar Eggert Thoroddsen tónlistablaðamaður og aðjúnkt í félagsfræði við HÍ.

Lagt af stað frá Hörpu.

 

Beer, Booze and the Prohibiton Years: History of Liquor in Reykjavík | IN ENGLISH

Thursday July 23 | Reykjavik City Library

Historian Stefán Pálsson talks about alcohol and the Prohibition Years in Reykjavík.

 

Á slóðum Gvendar Jóns

Fimmtudaginn 25. júlí | Borgarbókasafnið

Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi leiðir gesti um slóðir hins uppátækjasama Gvendar Jóns

 

Listaverkin í Laugardalnum

Fimmtudaginn 1. ágúst | Listasafn Reykjavíkur

Aldís Snorradóttir listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir göngu um listaverkin í Laugardalnum.
Gangan hefst við Ásmundarsafn í Sigtúni

 

Hinsegin bókmenntaganga

Fimmtudaginn 8. ágúst  | Borgarbókasafnið

Soffía Auður Birgisdóttir leiðir göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni.

ATH. Gangan hefst kl. 18

 

The Reykjavik Punk walk | IN ENGLISH

Thursday August 15 | Reykjavík City Museum

How punk reached the black icelandic shores and what happened when it bloomed. A true story. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir historian will guide the walk.

Meeting point in front of Gröndalshús in Fischerstræti.

 

Suðupotturinn Reykjavík 1890-1920

Fimmtudaginn 22. ágúst | Borgarsögusafnið

Sögur af aðfluttu fólki sem mótuðu bæjarlífið þegar Reykjavík breyttist úr smábæ í litla höfuðborg. Leiðsögumaður er Íris Ellenbergar doktor í sagnfræði

 

Listaverkin í kringum Tjörnina

Fimmtudaginn 29. ágúst | Listasafn Reykjavíkur

Sigurður Trausti Traustason safnfræðingur og deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir göngu um listaverkin við Tjörnina.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jón P. Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson@reykjavik.is