Kvöldgöngur í Reykjavík

Hvað eru kvöldgöngur í Reykjavík?

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í júlí og ágúst. Auk þess verður hvert safn með eina göngu á ensku og svo sameiginlega Reykjavík Safari sem verður á nokkrum tungumálum.

Göngurnar hefjast kl. 20 og lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram. Dagskráin fyrir sumarið 2020 verður birt þegar nær dregur...

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is