Velkomin í Úlfarsárdal

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal er opið rými allra, þar sem þú getur sótt þér fróðleik og afþreyingu, hitt vini eða bara komið til að slaka á og hanga.  

Á safninu er boðið upp á fjölbreyttan safnkost auk þess sem notendur hafa aðgang að tölvum, hljóðveri, smiðju og sal. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita. 

Borgarbókasafnið deilir húsnæði með skólum, sundlaug og íþróttamiðstöð hverfisins. Bókasafnið er opið á opnunartíma sundlaugarinnar og þá er ykkur velkomið að nýta safnið, finna bók, skila bók eða bara njóta þess að slaka á, svo lengi sem ljósin eru kveikt. Á þjónustutíma er starfsfólk okkar tilbúið að aðstoða og veita upplýsingar. 

Það er tvennskonar fyrirkomulag á þjónustu okkar við gesti safnsins, annarsvegar þjónustutími þar sem starfsfólk safnsins er inn á safninu og aðstoðar gesti eftir þörfum og hins vegar opnunartími þar sem gestir notast við sjálfsafgreiðsluvélar. Opnunartími safnsins helst í hendur við opnunartíma sundlaugarinnar, safnið opnar því snemma og lokar seint.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa við Úlfarsbraut 122-124. Húsið er á tveimur hæðum; bókasafn, samkomusalur, hljóðver og afgreiðsla sundlaugar á efri hæð, búningsklefar og skólamötuneyti á neðri hæð. Innangengt er úr Dalskóla inn í rými bókasafns og sundlaugar. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Sjá upplýsingar um alla aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins

Allt um Úlfarsárdal

Við bjóðum upp á bjarta og fjölbreytta aðstöðu og því tilvalið er að hittast á safninu til að spjalla, læra saman eða halda minni fundi. Einnig er hægt að leigja aðstöðu til funda, ráðstefnu- og viðburðahalds. 

Yngstu börnin, eldri börn og unglingar og þau fullorðnu eiga öll sína eigin staði í safninu en rýmið er opið og öll njótum við þess saman. Það er notalegt að tylla sér í sófa, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar.

Barnadeildin

Barnadeildin er rúmgóð og notaleg. Þar er að finna úrval barnabóka,  barnabækur á fleiri tungumálum má finna á öðrum söfnum okkar eða hægt að fá sent á milli safna. Hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna. 

Viðburðir

Fjölbreyttir viðburðir og fræðsla er í boði fyrir börn og fullorðna, hvort sem það eru námskeið í Smiðjunni, Hannyrðastundir, Fjölskyldumorgnar, bókakaffi inn á safni eða stærri viðburðir í salnum. Þess utan eru líka viðburðir í innilauginni. 

Tölvur, skanni og prentari 

Ókeypis aðgengi er að tölvum, prenturum og skanna og einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um prentun og skönnun.

Hjóðver og æfingarými

Hljóðverið er vel tækjum búið og hentar fyrir hljómsveitir og einstaklinga sem vilja hljóðrita sér til gamans eða alvöru, rýmið nýtist líka til æfinga.  (Bóka hér) 

Hringrásarsafnið 

Hringrásarsafnið er verkefni unnið í samstarfi við Munasafnið / RVK Tool Library og sjálfsafgreiðsluskápa er að finna á efri hæð. Markmiðið er að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Líkt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni. 

Miðgarður

Í fjölnotasalnum, Miðgarði, er aðstaða til að halda ráðstefnur, námskeið, tónleika og ýmis konar viðburði. Vandaður flygill er í salnum. Nánar hér. 

Skemman og Smiðjan

Frítt aðgengi er að tölvunum í  Skemmunni. Þar er skanni sem hægt er að skanna inn gamlar ljósmyndir og varðveita á stafrænuformi, þrífótur fyrir síma og grænn bakgrunnur fyrir upptökur, teikniplatti og MIDI hljómborð. Í Skemmunni eru einnig leikjatölvur þar sem hægt er að spila vinsælustu tölvuleikina með vinunum eða í einrúmi.  Hér er hægt að bóka tíma í Skemmunni. Minni hópar geta leigt tölvuverið til námskeiðahalds fyrir litla hópa.

Smiðjan hentar vel fyrir fundi og skapandi vinnu fyrir 16-20 manns.  

Hér má kynna sér alla þá aðstöðu sem menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða

 

Bókasafnið þitt

Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi. 

Skoðið hvað er í boði


Hafðu samband:

Unnar Geir Unnarsson er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Úlfasárdal, unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Úlfarsárdal
Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík
ulfarsa@borgarbokasafn.is | s. 411 6270