Um okkur

Kíktu í heimsókn!

Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og við erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða við val og leit að efni.Við hvetjum gesti okkar til að nýta aðstöðuna sem í boði er, hvort sem þeir vilja glugga í bækur og tímarit, hitta kunningja, sinna heimalærdómi eða sækja þá viðburði sem í boði eru hverju sinni. Við vekjum sérstaka athygli á saumahorninu þar sem gestir safnsins geta gert við og saumað það sem þeim dettur í hug á nýju saumavélarnar okkar.. Af föstum dagskrárliðum má nefna prjónakaffið okkar sívinsæla, Skrifstofuna og leshringinn. Einnig er boðið upp á heimanámsaðstoð í samvinnu við Rauða krossinn. 

Og svo er alltaf heitt á könnunni!

Aðstaða

Hjá okkur er góð aðstaða til lesturs, lærdóms og samveru. Við erum með þráðlaust net og þú getur fengið aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi.
Nánari upplýsingar um aðstöðu í söfnunum má finna hér í valmyndinni. Lokuð rými eru ekki í boði hjá okkur í Árbæ en þeir sem þess þurfa eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna í Gerðubergi og Spönginni.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa á 2. hæð í verslunar- og þjónustukjarnanum við Hraunbæ 119. Aðgengi er gott bæði hvað varðar bílastæði og er lyftar á milli hæða. Strætó nr. 5 og 16 stoppar í nágrenni við okkur. Sjá nánar á vef Strætó

Katrín Guðmundsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is

Nánari upplýsingar:
arbaer@borgarbokasafn.is
S. 411 6250