Aðgengi | Borgarbókasafnið Árbæ
Almenningssamgöngur
Strætóar númer 5 (stoppistöð: Hábær), 16 (stoppistöð: Hraunás) og 18 (stoppistöð: Stuðlaháls) stoppa í grennd við safnið. Nánari upplýsingar á straeto.is.
Hjólastæði
Fyrir utan safnið er ein grind fyrir 5 reiðhjól.
Bílastæði og inngangur
Safnið er staðsett á 2. hæð í verslunar- og þjónustukjarna við Hraunbæ 119. Farið er inn á safnið frá bílastæði sunnan megin við húsið. Almenn bílastæði eru fyrir framan verslunarkjarnann og bílastæði fyrir fatlaða eru nálægt innganginum. Ekki þarf að greiða fyrir bílastæðin. Rampur er af bílastæðinu upp á hellulagða gangstétt. Hægt er að ýta á hnapp til að útidyr opnist sjálfkrafa og það er enginn þröskuldur. Hægt er að fara bæði stigann og taka lyftuna upp á bókasafnið. Þegar komið er inn á safnið blasir afgreiðslan við og starfsfólk safnsins er ætíð til staðar til að aðstoða notendur.
Barnavagnar
Velkomið er að koma með börn í vögnum eða kerrum inn á safnið. Best er að geyma vagna í milliganginum til hægri þegar komið er inn á safnið. Rúmgóðar svalir eru á safninu, þar sem börn geta sofið í vögnum ef það hentar.
Salerni
Tvö salerni eru fyrir gesti á safninu. Á öðru er gert ráð fyrir hjólastólaaðgengi og er það t.h. inn ganginn þegar komið er inn í safnið og er þar einnig skiptiborð fyrir ungbörn. Hitt er t.v. þegar inn í safnið er komið. Bæði salernin eru ókyngreind.
Nestisaðstaða
Á safninu er í boði ókeypis kaffi, te og vatn fyrir notendur. Öllum er velkomið að taka með sér og snæða nesti á safninu.
Hljóðvist og lýsing
Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm enda staðir fyrir fólk að koma saman á. Talsvert er um heimsóknir skólahópa og ýmis konar viðburðir í boði, jafnt á virkum dögum sem og um helgar. Þrátt fyrir þetta er oft hægt að hitta á rólegar stundir og mögulegt að koma sér vel fyrir á notalegum stað til að sökkva sér niður í lestur, vinnu eða lærdóm. Hljóðvistin í safninu er ágæt en rýmið er þó ekki mikið hólfað niður og því berst hljóð auðveldlega um safnið. Píphljóð berst frá sjálfsafgreiðsluvélum. Flúrljós er í loftum. Ljósaseríur eru í gluggum yfir dimmustu mánuðina.
Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250