Aðstaða í Árbæ
Safnið er á 2. hæð og er bjart og vinalegt. Lokuð herbergi eru ekki til staðar en þó er tilvalið fyrir litla hópa að hittast á safninu. Boðið er upp á kaffi og hægt er að skoða blöð, tímarit og bækur. Setaðstaða er góð með notalegum sófum og stólum en á safninu eru einnig borð fyrir þá sem vilja læra eða vinna í tölvu. Ókeypis aðgengi er að tölvum og þú getur fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi. Í Saumaverkstæðinu er skemmtileg aðstaða til að taka upp snið, sauma og gera við. Þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock-vél. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga en þeir sem þurfa aðstoð geta fengið ráðgjöf og kennslu á saumavélarnar einu sinni í mánuði sem auglýstir eru í viðburðadagskrá. Hægt er bóka saumavélarnar á ákveðnum tímum.
Sýninga- og viðburðahald í Árbænum
Listamenn geta lagt inn umsókn um viðburðahald hér á vefnum. Sýningarteymi Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarteymið áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.
Veggurinn
Sýningarveggurinn hjá okkur í Árbæ hentar vel fyrir litlar myndlistarsýningar.
Stærðin á veggnum er: H:310cm x B:510cm
Sjá yfirlit yfir aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is