Sigrún Erla Grétarsdóttir og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir
Sigrún Erla Grétarsdóttir og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Tónlist

Tónar og prjónar

Fimmtudagur 2. október 2025

Við munum eiga notalega samverustund þegar vinkonurnar og tónlistarkonurnar Sigrún Erla Grétarsdóttir og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir flytja skemmtilega blöndu af jazz- og dægurlögum.
Alla fimmtudaga á þessum tíma hittist hannyrðahópur í safninu og eru notendur því eindregið hvattir til að taka með sér handavinnu og prjóna á meðan þeir njóta góðrar tónlistar - þótt auðvitað sé það alls ekki skilyrði!
Á efnisskránni verða sígildar perlur eins og Cheek to Cheek, On the Sunny Side of the Street, Singin’ in the Rain og fleiri góðir smellir.

Um tónlistarkonurnar:
Birna Kristín Ásbjörnsdóttir
er píanóleikari með menntun í klassískum og rytmískum píanóleik og stundar nú nám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við í jazztónlist og semur auk þess og flytur möntru- og heilunartónlist.

Sigrún Erla Grétarsdóttir er söngkona með menntun í jazzsöng og rytmískri tónlistarkennslu. Hún hefur komið fram á fjölmörgum viðburðum og tónleikum og er virkur meðlimur Jazzkvenna, þar sem verk tónlistarkvenna á borð við Ellu Fitzgerald eru heiðruð.

Leiðir Sigrúnar og Birnu lágu saman í námi við Tónlistarskóla FÍH. Þar hófu þær samstarf sem þær hafa haldið áfram með reglulegum tónleikum og tónlistarflutningi.

Þær stöllur verða svo aftur með tónleika fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.15.

 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Erla Grétarsdóttir
sigrunerlag@gmail.com | 779 0180

Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafninu Spönginni
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6130