Scott McLemore Jazz í hádeginu Borgarbókasafnið
Scott McLemore

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I USA rætur

Fimmtudagur 26. janúar 2023

Fim. 26.01.23 kl. 12:15-13:00 Grófin
Fös. 27.01.23 kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Lau. 28.01.23 kl. 13:15-14:00 Spöngin

Í upphafi árs mun trommuleikarinn Scott McLemore setja saman dagskrá með jazzhúsgöngum sem á einn eða annan hátt tengjast bandarískum rótum hans og uppvexti í jazzinum.

Flytjendur
Trommur: Scott McLemore
Kontrabassi: Leifur Gunnarsson
Saksófónn: Óskar Guðjónsson

Scott McLemore, trommuleikari útskrifaðist með B.M. í jazzfræðum frá William Paterson College árið 1987. Hann var virkur á jazzsenunni í New York næstu ár og hefur leikið út um víðan heim. Hann fluttist búferlum til Íslands 2005 og hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi.

Scott er virkur meðlimur í Tríó Sunnu Gunnlaugs (Long Pair Bond 2011, Distilled 2013, Cielito Lindo 2015 og Ancestry 2018). Tríóið var einn af fulltrúum Íslands á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center í mars 2013 og Tónlistarhópur Reykjavíkur sama ár.

Scott kennir á trommur við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.

Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar en Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgarbókasafninu. Markmið hennar er að færa jazztónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu.

Leifur Gunnarsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2009 og Bmus gráðu í kontrabassaleik frá Ritmíska konservatoríinu í Kaupmannahöfn 2013. Hann hefur verið virkur í tónlistarlífinu og þá ekki síst jazzsenu borgarinnar, m.a. með skipulagningu og framkvæmd Jazzhátíðar Reykjavíkur og verkefninu Yngstu hlustendurnir þar sem jazztónlist er miðlað til barna og fjölskyldna þeirra.

Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116122