Jazz í hádeginu Stefán og Una Stef  Borgarbókasafnið
Jazz í hádeginu Stefán og Una Stef Borgarbókasafnið

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

Jazz í hádeginu I Stefán og Una Stef

Fimmtudagur 4. apríl 2019

*English below*
Grófinni fimmtudaginn 4. apríl kl. 12.15-13.00
Gerðubergi föstudaginn 5. apríl kl. 12.15-13.00
Spönginni laugardaginn 6. apríl kl. 13.15-14.00

Una Stef syngur lög eftir tónlistarmanninn Stefán S. Stefánsson. Stefán hefur í gegnum tíðina samið sönglög, jazz músik og stórsveitartónlist og hefur nú tekið saman safn laga í anda söngvaskálda Broadway og mun Una Stef, dóttir hans, sjá um túlkun.

Una Stef, söngur,
Stefán S. Stefánsson, saxófónn
Agnar Már Magnússon, píanó
Leifur Gunnarsson, kontrabassi

Stefán S. Stefánsson lauk Bachelor of Music prófi frá Berklee College of Music 1980-1983 í Boston og sótti nám í jazztónsmíðum við sama skóla sumarið 1988.
Stefán hefur leikið með ýmsum dans- og jazzhljómsveitum og starfað sem hljóðfæraleikari í leikhúsum, Sinfóníuhljómsveit Íslands og með Stórsveit Reykjavíkur sem stjórnandi og hljóðfæraleikari.
Hann hefur útsett og samið mikið af tónlist m.a. fyrir Stórsveit danska útvarpsins, Íslensku hljómsveitina og Stórsveit RÚV. Þá hefur hann gert kvikmyndatónlist og tónlist og texta á hljómplötur m.a. fyrir hljómsveitirnar Ljósin í bænum, Gamma, Mezzoforte, Tamlasveitina og Björn Thoroddsen.
Stefán er nú starfandi kennari og skólastjóri við Tónlistarskóla Árbæjar ásamt hljóðfæraleik með ýmsum hljómsveitum.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116114

- English version- 
Una Stef sings songs by the musician Stefán S. Stefánsson. Stefán has composed various songs, jazz music and big band music, and has now put together a collection of songs in the spirit of the Broadway singers and songwriters, and the interpretation will be in the hands of his daughter, Una Stef.  

Una Stef, song,
Stefán S. Stefánsson, saxophone
Agnar Már Magnússon, piano
Leifur Gunnarsson, double bass

City Library Grófin
Tryggvagata 15
101 Reykjavik