Borgarbókasafnið Grófinni jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson Björn Thoroddsen Unnur Birna
Borgarbókasafnið Grófinni jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson Björn Thoroddsen Unnur Birna

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Tónlist

Jazz í hádeginu I Jazzdægrin löng

Fimmtudagur 19. september 2019

Jazzdægrin löng með Birni Thoroddsen og Unni Birnu Björnsdóttur í Borgarbókasafninu Grófinni 19. september kl. 12.15-13.00

Á næstu tónleikum á tónleikaröðinni Jazz í hádeginu koma fram Björn Thoroddsen á gítar og söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir sem jafnframt spilar á fiðlu. Þau munu ásamt Leifi Gunnarssyni kontarbassaleikara flytja blöndu af jazz standördum og dægurlögum í eigin útsetningum.

Tónleikarnir eru endurteknir í Gerðubergi 20. september kl. 12.15-13.00 og í Borgarbókasafninu Spönginni 21. september kl. 13.15-14.00

Björn Thoroddsen hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu jazztónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda diska undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna s.s. Guitar Islancio, Svare/Thoroddsen Trio og Cold Front, ásamt því að hafa leikið með fjölda þekktra evrópskra tónlistarmanna.

https://www.facebook.com/bjorn.thoroddsen

Unnur Birna er fiðluleikari og söngkona af yngri kynslóðinni. Hún hefur síðastliðin ár verið ein af vinsælli tónlistarkonum Íslands enda einstaklega fjölhæfur listamaður. Unnur Birna er eini Íslendingurinn sem spilað hefur með Jethro Tull, en hún hefur ferðast með sveitinni af og til undanfarinn áratug. 

https://www.facebook.com/pg/unnurbirna

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is, S: 4116114