Örlög og rotin mangó

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist
Velkomin

Örlög og rotin mangó | Tónleikar

Fimmtudagur 24. október 2019

Í tilefni af Kvennafrídeginum ómar kröftugur taktur kvenna í Gerðubergi næstkomandi fimmtudag, 24. október. Tónleikarnir Örlög og rotin mangó eru afrakstur Tónlistarsmiðju Söguhrings kvenna með Möggu Stínu og Sigrúnu Kristbjörgu. Flutt verður frumsamin tónlist með hrífandi trommutakti. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Frítt inn, allir velkomnir!

Sjá viðburð á Facebook / Info in English on Facebook

Viltu vita meira um verkefni Söguhrings kvenna?

Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N, Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Tónlistarsmiðjan er unnin í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík. Dagskrá Söguhrings kvenna árið 2019 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Nánari upplýsingar veitir:

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is