
Um þennan viðburð
Blúsað á bókasafni
Blústónleikar á blúsdegi með Halldóri Bragasyni og hópi valinkunnra eðalblúsara.
BLÚSGETRAUN
Dregið verður úr lausnum þeirra sem tekið hafa þátt í Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar. Í verðlaun miði fyrir tvo á alla þrenna stórtónleika Blúshátíðar. Athugið að bara þeir sem mættir eru á svæðið þegar dregið er eiga möguleika á vinning.
BLÚSAÐUR SAFNKOSTUR
Vinylplötur, blúsbækur, nótur og kennsluefni í blústónlist, tónlistar- og mynddiskar.
Allt til útláns.
BLÚS ÚR RAFHEIMUM
Á Streymi heimstónlistar frá Naxos inn á heimasíðunni okkar borgarbokasafn.is er hægt að hlusta á og fræðast um fjöldan allan af blúsurum. Meðal annars er þar að finna rjómann af frumkvöðlum blúsins eins og þeir birtast í upptökum Smithsonian folkways.
Í Rafbókasafninu okkar er að finna nokkrar bækur um blús, meðal annars nýlega ævisögu blúsöðlingsins Slim Harpo. Rafbókasafnið er öllum sem eiga gilt bókasafnskírteini í Borgarbókasafni, eða öðru aðildarbókasafni.
Viðburður haldinn í samstarfi við Blúshátíð í Reykjavík.
For info in English see Facebook.
Nánari upplýsingar:
Sigurður Jakob Vigfússon
sigurdur.vigfusson@reykjavik.is