Sýning á verkum Sigrúnar Fjölu Eggertsdóttur
Blómamynd eftir Sigrúnu Fjólu Eggertsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Fjólur

Miðvikudagur 14. ágúst 2019 - Fimmtudagur 28. nóvember 2019

Sýning á verkum Sigrúnar Fjólu Eggertsdóttur

Sigrún Fjóla er fædd árið 1963 í Hafnarfirði en ólst upp á Hellissandi. Hún flutti í Árbæjarhverfi árið 2001 og hafði því búið þar í átján ár þegar hún flutti sig um set í borginni fyrir fáeinum vikum.   
Myndlistarsköpun hefur verið Sigrúnu hugleikin frá barnsaldri og hefur hún málað og teiknað frá því hún man eftir sér. Hún lauk grunnskólaprófi á Hellisandi og hefur sótt námskeið í myndlist um margra ára skeið. 
Síðustu ár hefur hún verið á námskeiðum hjá Hlutverkasetrinu þar sem hún vinnur í keramik ásamt því að mála með olíu, akríl og vatnslitum. 
Árið 2002 hélt Sigrún Fjóla sýningu í minningu bróðurs síns, Ingva Hafþórs Eggertssonar, í Grunnskólanum á Hellisandi á Sandaragleði sem er bæjarhátíð í þorpinu. Þar sýndi hún ljósmyndir en einnig voru teikningar og ljósmyndir eftir Ingva Hafþór á sýningunni. 
Sigrún Fjóla hefur einnig sýnt ásamt öðrum í tengslum við námskeið sem hún hefur setið m.a. í félagsmiðstöðinni að Hraunbæ 105. 

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins.


English:

Art exhibition of Sigrún Fjóla Eggertsdóttir work.

Sigrún Fjóla was born in 1963 in Hafnarfjörður, but grew up in Hellissandur in Snæfellsnes. She has lived in Árbæ for the last 18 years. Sigrún has been drawing and painting since she was a child and has taken many courses in art over the years.
At the moment Sigrún works with ceramic as well as she paints with oil, acrylic and watercolors.
In 2002, Sigrún Fjóla held an exhibition in memory of her brother, Ingvi Hafþór Eggertsson, at Hellisandur where she exhibited photographs along with her brother’s drawings and photographs. Sigrún Fjóla has also participated in exhibitions with others in connection with courses she has attended. 

Nánari: upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is