Biðukolla
Biðukolla

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Svart-hvítur heimur | Sýning

Föstudagur 16. ágúst 2019 - Sunnudagur 8. september 2019

Nú stendur yfir sýningin sýningin Svart-hvítur heimur í Borgarbókasafninu Kringlunni.  Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Bianca Snjezana Glavas. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins.

Um Bianca Snjezana Glavas
Bianca SG er áhugaljósmyndari. Hún starfaði við ferðamannamál í heimalandi sínu Króatíu en hefur verið búsett á Íslandi síðastliðin tvö og hálft ár. Hún sinnir ritstörfum í lausamennsku, er í námi sem andlegur markþjálfi, hefur gaman af sundi, hjólreiðum, tungumálum og ferðalögum. Hún er byrjandi á gítar og sannkölluð rokksál. Hún á einn son. Bianca er ástfangin af lífinu, alheiminum, móður náttúru, landi og sjó. Draumóramanneskja sem trúir.

Um sýninguna
Svart og hvítt eru tilfinningaþrungnar sýnir í náttúrunni, sem tjá andstæður og kraft. Sýningin Svart-hvítur heimur gefur til kynna sjónupplifun mína og hvernig ég sé heiminn í gegnum myndavélarlinsuna. 

Ljósmyndirnar eru afrakstur ástríðu minnar fyrir bæði ljósmyndun og ferðalögum. Ég nota hvorki filtera  né myndvinnsluforrit á myndirnar mínar. Það eina sem þarf er hlutur eða landslag, einföld myndavél, ég og auga mitt á bak við linsuna.

Það er ósk mín að þú njótir þessa ferðalags, horfandi á myndir af stórbrotnu landslagi og náttúru, óvenjulegum byggingum ásamt athyglisverðum stöðum, fólki og götum frá ýmsum stöðum úr heiminum.

Myndirnar eru teknar í Reykjavík á Íslandi, Sidney í Ástralíu, Pula í Króatíu, London í Englandi og San Fransiskó og Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Bianca Snjezana Glavas.

*Information in English and Croatian on Facebook*
 

Merki