meðal sem eitur - eitur sem meðal
meðal sem eitur - eitur sem meðal

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 14:45
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Leiðsögn um sýninguna ,,meðal sem eitur - eitur sem meðal"

Laugardagur 19. október 2019

Listakonan Ólöf Björg Björnsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna sína ,,meðal sem eitur - eitur sem meðal" sem er til sýnis á 1. hæð á Borgarbókasafninu í Spöng.
Leiðsögnin verður laugardaginn 19. október og hefst klukkan 2, eftir að jazztónleikum lýkur.

Enginn aðgangseyrir og þið eruð öll hjartanlega velkomin.

Ólöf Björg Björnsdóttir sýnir verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin verður á Borgarbókasafninu í Spöng til fimmtudagsins 14. nóvember.

Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd 1973 í Reykjavík þar sem hún býr og starfar. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur einnig stundað nám við Listaháskólann í Granada á Spáni. Ólöf hefur kennsluréttindi frá Listaháskóla Íslands, hefur lært klassíska lífs- og heimspeki í Háskóla Íslands og lagt stund á ýmiskonar andleg og shamanísk heilunarfræði.

Innan bleiks kúpuls er verndaður kór, svo verndaður að hann er ósýnilegur lægra sjálfi.
Kúpullinn kallast á við við litríkan huga og ævintýralegan vilja í leit að samhljómi. Hans hlutverk er að láta þræði dansa um margar víddir í senn og vera mengi innan mengja, að vera rými sem inniheldur kór kærleikans. Sálareignir sjálfsins hvíla verndaðar í hvelfingu sem gjafir og kærleikurinn er þar meðvitaður, lifandi og ábyrgur.
Helgidómurinn er stærri að innan en að utan, hann er lífrænn og fagurbleikur en getur verið óvarinn vaxtarverkjum reynslunnar en æðra sjálfið styrkist þó á þvottabretti hjartans. Stundum kostar það kaos, sundurrif og angist sem líkist helst sturlun.
Fegurðin liggur í því að umfaðma breyskleika egósins, umbreytir sársauka í mynstruð hjartalaga ör eins og blómamynstur á viðkvæmu postulíni! Fegurðin endurheimtir tært flæðið, viljann og endurskapar sjálfa sig. Dansar á milli þess að vera lýsing, sögn og sjálfsins nafn.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6230

- - - Information in English on Facebook event - - -

Merki