Íslandskort, Söguhringur kvenna, sýning, W.O.M.E.N. in Iceland, Borgarbókasafnið
Tákn sem mynda Íslandskort Söguhrings kvenna

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Íslandskort Söguhrings kvenna

Miðvikudagur 19. júní 2019

Íslandskort Söguhrings kvenna hefur nú fengið aðsetur á Borgarbókasafninu í Spönginni. Kortið var málað árið 2013 af 35 konum frá 18 þjóðlöndum. Hver kona bjó til sitt persónulega tákn og úr varð nýtt og litríkt Íslandskort. Í Spönginni hanga einnig myndir sem sýna nokkur tákn af kortinu og höfundarnir útskýra hugmyndina að baki.

Við gerð málverksins notuðu konurnar aðferð frumbyggja Ástrala, sem felst í því að margir vinni í sameiningu að því að skapa listaverk.

Söguhringur kvenna/The Women's Story Circle er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og WOMEN In Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi. Öllum konum er velkomið að taka þátt í Söguhringnum.

Íslandskortið var hannað fyrir fyrirtækið Kaffitár til notkunar á kaffihúsum, kaffiumbúðum og annarri kynningu fyrirtækisins.