Fríða og dýrið, klippimyndasýning Michel Santacroce
Fríða og dýrið

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Fríða og dýrið

Mánudagur 3. júní 2019 - Miðvikudagur 31. júlí 2019

Sagan um Fríðu og dýrið er ævagömul, eina af fyrstu þekktu útgáfum hennar má finna í bókum gríska rithöfundarins Apuleiusar, sem uppi var á 2. öld eftir Krist, nánar tiltekið í sögunni Eros og Psyche - ást og andi.

Í verkum sínum veltir Santacroce fyrir sér hvernig ljótleiki og fegurð eru samtvinnuð í okkur öllum, í raun er erfitt að greina eitt frá öðru. Við erum dæmd til að bera í okkur andstæðurnar og glíma við þær.

Michel Santacroce er fæddur í Marseille í Frakklandi, hann er málvísindamaður að mennt, hefur yndi af orðum og endalausum samsetningarmöguleikum þeirra. Frá orði til myndar er aðeins eitt skref, sem Santacroce tók ungur, þegar hann hóf að stunda klippimyndalist á áttunda áratugnum.

Santacroce bjó hér á landi í nokkur ár og hefur haldið sterkum tengslum við land og þjóð. Þegar sýningu hans í Spönginni lýkur verða verkin til sýnis á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Merki