Wiola Ujazdowska | Lýðveldi viðarloftanna
Wiola Ujazdowska | Lýðveldi viðarloftanna

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar
Velkomin

Wiola Ujazdowska | Lýðveldi viðarloftanna

Föstudagur 31. maí 2019 - Miðvikudagur 31. júlí 2019

Verið velkomin á opnun sýningar Wiola Ujazdowska í Borgarbókasafninu Gerðubergi, föstudaginn 31. maí kl. 16. Í framhaldi af opnuninni kl. 17 verður boðið upp á sýningu á heimildastuttmynd eftir Dominika Ożarowska.  

Sýningin Lýðveldi viðarloftanna er stefnuyfirlýsing sjálfræðis. Hún á sér engin landamæri, ekkert tungumál. Íbúar þess eru konur af ólíkum kynþáttum, stærðum og lögun. Þrátt fyrir ólík tungumál er samheldnin og samkennið límið sem heldur lýðveldinu saman. Lýðveldi viðarloftanna er þó langt frá því að vera óskhyggja um fyrirmyndarríki, það er í raun umhverfis okkur allar og sumar okkar eru nú þegar þegnar þess.

Einkasýning Wiola Ujazdowska er sett saman með tilvitnunum, myndböndum og tilbúnum hlutum sem ætlað er að vekja máls á vinnuaðstæðum og pólítískri stöðu innflytjendakvenna.

Wiola Ujazdowska er pólsk-íslensk listakona sem vinnur í marga miðla. Meðal viðfangsefna hennar eru útilokun og innlimun á ólíkum sviðum; hinu pólitíska, á sviði landfræðistjórnmála (geo-politics), og á sviðum hins félagslega og líffræðilega. Verk hennar hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Portúgal og Slóvakíu.

ENGLISH / POLSKA - Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Hubert Lukasz Gromny, verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds
hubert.lukasz.gromny@reykjavik.is