Leshringur Söguhrings kvenna | Steiktir grænir tómatar
Leshringur Söguhrings kvenna | Steiktir grænir tómatar

Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 22:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Leshringur Söguhrings kvenna á aðventunni

Miðvikudagur 12. desember 2018

Steiktir grænir tómatar eftir Fannie Flagg 

Leshringur Söguhrings kvenna hefur lesið lesið fjölbreyttar og skemmtilegar bækur í haust og nú er komið að síðustu bókinni fyrir áramót en það er bókin Steiktir, grænir tómatar eftir Fannie Flagg. Bókin gerist í Alabama í Bandaríkjunum á þriðja og níunda áratug 20. aldar. Bókin var kvikmynduð árið 1991 og var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Leshringurinn vill bjóða öllum konum að taka þátt í umræðum um bókina. Við ætlum síðan að horfa á myndina í huggulegri aðventustemningu. 

Leshringur Söguhrings kvenna er samstarfsverkefni Söguhringsins og Ós Pressunnar og er opinn öllum konum. Leshringurinn mun halda áfram störfum eftir áramót og eru einhver pláss laus. Ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur fyrir 2019 er hægt að senda tölvupost á ospressan@gmail.com.  

Engin skráning er hins vegar þörf fyrir aðventustundina 12. desember. Takið endilega með ykkur vinkonur, frænkur, mömmur og ömmur! Hlökkum til að sjá ykkur. 

Dagskrá Söguhrings kvenna 2018-2019 er styrkt af Velferðarráðuneytinu.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdóttir@reykjavik.is 

Bækur og annað efni