Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Vægi þýðinga á barnabókum í baráttunni gegn kynþáttafordómum

Mánudagur 20. mars 2023

Í kjölfar umræðu á bókasafninu um rasisma sem birtist í barnabókmenntum og um ábyrgð bókasafna gagnvart úreltum safnkosti, efnum við til opinnar vinnusmiðju og samtals um það hvernig hægt sé að auka þýðingar á bókum sem stuðla að hugsun og heimssýn án kynþáttafordóma.

Bókasafnið styður við nýjar leiðir til að segja sögur sem vekja okkur til vitundar um það hvernig forréttindi hvítra og kerfisbundinn rasismi hefur áhrif á daglegt líf okkar. Frásagnir í barnabókmenntum geta haft mikil áhrif á hvernig sjálfsmynd og sjálfstraust barna mótast.

Við bjóðum útgefendum, þýðendum og þeim sem vinna að og bera ábyrgð á styrkveitingum, að taka þátt í opnu samtali á Borgarbókasafninu, sem og öllum sem hafa áhuga á málefninu. Verið öll velkomin á Torgið, 1. hæð í Grófinni.

Fáum fleiri barnabækur þýddar yfir á íslensku sem vinna gegn rasisma!

Umsjón:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum