Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Sjáðu fegurð þína | Listamannaspjall

Laugardagur 25. nóvember 2023

Kristín Ómarsdóttir og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, sýningarstjóri, ræða saman um verk hinnar fyrrnefndu á sýningunni Sjáðu fegurð þína sem var opnuð í Gerðubergi þann 26. október. Þar gefur að líta verk Kristínar frá ýmsum tímabilum. Sum hver hafa verið ofan í skúffu í áraraðir, en önnur eru nýleg. 

Myndlistarsýningin var sett upp í tengslum við ritþing Kristínar Ómarsdóttur, sem haldið var í Tjarnarbíói í lok október. Þar var farið yfir rithöfundaferil Kristínar, en hún hefur ætíð sinnt myndlistinni samhliða ritstörfunum og stundum haldast þessi ferli þétt í hendur, eins og fram kom á ritþinginu.

Það verður forvitnilegt að heyra hvað Kristínu og Guðlaugu fer í milli og við hvetjum öll til að mæta og hlýða á!

Við bendum áhugasömum ennfremur á að á Bókmenntavefnum má lesa sér til um höfundarferil Kristínar.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is