Fyrirlestur | Af hverju eru öll blúslög eins?
Hefur þú velt fyrir þér hvers vegna þú getur sungið með sumum lögum jafnvel þótt þú hafir aldrei heyrt þau áður? Hvers vegna veistu hvort lagið sé að klárast eða hvort viðlagið verði endurtekið? Hvers vegna kannt þú formúluna fyrir Eurovision lög, þótt þú hafir aldrei lært að spila á hljóðfæri?
Þessar spurningar eru ekki bara út í bláinn, heldur eru til einföld svör við þeim. Það er nefnilega þannig að eyrun okkar og undirmeðvitund hafa þjálfað sig í hljómfræði án þess að við áttum okkur á því. Nú ætlar Valli í tónlistardeildinni að segja okkur frá því sem við vitum innst inni, en vissum ekki að við vissum!
Grunnatriði hljómfræðinnar eru nefnilega eitthvað sem allir geta haft gaman af, óháð kunnáttu og tónlistarbakrunni. Það eina sem þarf er örlítill áhugi á tónlist og heilbrigð forvitni. Þessi fyrirlestur verður á léttu nótunum, með fullt af skemmtilegum tóndæmum og mun mögulega auka ánægju þína af því að hlusta á tónlist!
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100