Bjartmar Guðlaugsson

Um þennan viðburð

Tími
20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Kaffistundir

Sagnakaffi | Þannig týnist tíminn

Miðvikudagur 9. október 2019

Bjartmar Guðlaugsson þarf vart að kynna en hann hefur samið þjóðþekkt lög og skemmtilega texta sem við fáum nú að njóta á Sagnakaffi.

Bjartmar er ljóða/lagahöfundur og myndlistarmaður. Hann hóf ungur að aldri að yrkja ljóð og skrifa smásögur ásamt því að spila í hljómsveitum. Bjartmar hefur gefið út ótal lög og texta í eigin flutningi og annarra og spilað á tónleikum um allt land og kemur oftast einn fram með gítarinn. Bjartmar sendi frá sér skáldsöguna “Þannig týnist tíminn” árið 2016 og hefur haldið fjölda myndlistasýninga hér heima og í Danmörku þar sem hann nam myndlist.

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718