Sagnakaffi | Halli Reynis trúbador
Sagnakaffi | Halli Reynis trúbador

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Sagnakaffi | Halli Reynis trúbador

Miðvikudagur 13. mars 2019

Halli Reynis er söngvaskáld og mætir með kassagítarinn sinn. Hann skemmtir okkur með söng og sögum af fólki sem hann hefur hitt gegnum tíðina og hafa gefið honum ástæðu til að semja lög og texta. Inn í þetta blandast sögur af ferðalögum en einmitt á ferðum sínum hefur hann hitt margt af þessu fólki.

Fyrsta plata Halla kom út árið 1993, en alls hefur hann gefið út 8 sólóplötur auk þess að eiga lög á annarra plötum. Síðasta platan hans og Vigdísar Jónsdóttur harmonikuleikara,Ást og friður kom út í september 2018 en Halli samdi öll lögin á plötunni.  Halli spilar, syngur og kennir tónlist en hann lauk B.ed. gráðu í tónlistarkennslu vorið 2012 frá Háskóla Íslands og 2014 lauk hann Mastersnámi sem tónlistar og leiklistarkennari frá HÍ.  Nokkur lög eftir Halla hafa komist áfram í  Eurovision þó þau hafi ekki komist alla leið.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefntGestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu.

Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6189 og 664 7718