Rok
Rok

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður

Café Lingua | Pólska

Fimmtudagur 7. mars 2019

* Polski poniżej *

Á næsta Café Lingua ætla þær Marta Magdalena Niebieszczańska og Justyna Grosel að sýna hversu auðvelt og skemmtilegt það getur verið að læra pólsku!

Gegnum leiki og ljóð munu þær veita okkur innlit í tungumálið og segja okkur frá því sem skiptir Pólverja mestu máli. Sömuleiðis munu Marta og Justyna benda á nokkur áhugaverð líkindi íslenska tungumálsins og þess pólska með fjörugri dagskrá sem hentar öllum þeim sem elska tungumál en gestir þurfa ekki að tala stakt orð í pólsku til þess að geta notið sín!

Marta Magdalena er ljósmyndari með fjölmargar sýningar að baki sér. Justyna er reyndur grafískur hönnuður og einnig ljósmyndari. Báðar ritstýra þær hinu nýja tímariti ROK sem er tvítyngdur vettvangur – íslenskur og pólskur – með áherslu á skemmtun, sögu, menningu og fólki. Þær stýra einnig vefsíðunni www.icelandnews.is og hafa mikla reynslu af því að tengja pólska og íslenska menningu.

Cafe Lingua er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru hjartanlega velkomnir.

Heitt á könnunni og ekkert þátttökugjald.

Sjá nánar um verkefnið og dagskrá vorsins haustsins hér

Fylgstu með Cafe Lingua á Facebook

Frekari upplýsingar: 

Sigrún Antonsdóttir
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
​Sími: 411 6230 og 411 6237

Kristín R. Vilhjálmsdóttir
​Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
Sími: 6181420

* Polskie *

Świat pełen języków | Polski

Czwartek 7. marca godz. 17:00  Biblioteka Miejska | Dom Kultury Spöngin

Polską Café Lingua w Bibliotece Miejskiej w Spöngin poprowadzi Marta Magdalena Niebieszczańska, twórczyni polskiego portalu informacyjnego na Islandii, icelandnews.is, oraz wraz z Justyną Grosel redaktorka naczelna islandzko-polskiego czasopisma ROK poświęconego aktualnym wydarzeniom społeczno-kulturalnym na Wyspie.

Café Lingua to platforma językowa przygotowana przez Bibliotekę Miejską we współpracy z różnymi instytucjami. Celem projektu jest kultywowanie języków przybyłych na Islandię, urozmaicenie życia socjalnego i kulturalnego oraz rozbudzenie ciekawości światem dookoła nas. Café Lingua to droga do przeróżnych języków oraz kultur i wyśmienita okazja dla tych, którzy pragną spróbować swoich sił w językach obcych i pogłębić ich znajomość.

Serdecznie zapraszamy wszystkich zainteresowanych językami.
Darmowy wstęp i świeża kawa.

Bliższe informacje o projekcie i  program znaleźć można tutaj.  

Śledź Cafe Lingua na Facebooku!

Więcej informacji udzielają:

Sigrún Antonsdóttir
Email: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
​Tel: 411 6230 & 411 6237

Kristín R. Vilhjálmsdóttir
​Email: kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
Tel: 6181420

* * *

Info in English on Facebook event