Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska, English
Fræðsla
Föndur
Skapandi tækni

Fríbúð | Rafvefnaður með Rebekku Ashley

Miðvikudagur 13. nóvember 2024

Hönnuðurinn Rebekka Ashley býður upp á opna smiðju í Rafvefnaði. Rafvefnaður kallast sá vefnaður sem er unnin úr rafmagnssnúru.

Í smiðjunni munu þátttakendur skapa sín eigin verk úr rafvefnaði undir handleiðslu Rebekku Ashley. Markmið smiðjunnar er að sýna fram á að rafmagnssnúrur geti öðlast framhaldslíf sem efniviður sköpunar og fengið að njóta sín sem listaverk.

Tæknin þróast hratt og um leið verða rafmagnssnúrur að rafrænum úrgangi eftir stutta notkun. Þær eyðileggjast, detta úr umferð og úreldast. Rafmagnssnúrur eiga sér ekkert framhaldslíf í endurvinnslu því þær eru samsettar úr mörgum mismunandi efniviðum sem erfitt er að aðskilja. Eftir hvern Íslending liggja um 24 kíló af rafrusli á ári. Samtals vegur árlegt rafrusl landsmanna um níu þúsund tonn. Það má því áætla að það fari mest allt í landfyllingar. Rafmagnssnúrurnar þykja ekki fagurfræðilegar og flestir fela þær á bak við veggi eða inn í skápum. Þegar rafmagnssnúra hefur lokið líftíma sínum er hún yfirleitt sett í skúffu eða kassa með öðrum rafmagnssnúrum og safnast þær smám saman upp.

Efniviður fyrir smiðjuna er á staðnum, en þátttakendur eru hvattir til að koma með rafmagnssnúrur að heiman sem lokið hafa hlutverki sínu. Börnum er velkomið að taka þátt í fylgd forráðamanns.

Heimasíða: studiorasley.com

Instagram: @studiorasley

Viðburður á facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175