Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Fríbúð | Fatasóun og endurnýting textíls

Miðvikudagur 2. október 2024

Hvaða leiðir er hægt að fara til að endurnýta textíl og lengja líftíma hans í hringrásarkerfinu ? 

Katrín María Káradóttir veltir upp þessum spurningum í erindi sínu og spjalli og kynnir þau verkefni sem hún hefur leitt á þessu sviði.

Viðburðurinn fer fram í Fríbúðinni sem opnaði nýverið í Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Katrín María, fatahönnuður og prófessor við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, hefur um árabil rannsakað fatasóun ásamt nemendum sínum í fatahönnun. Hún hefur frá 2014 leitt verkefnið Misbrigði sem er samstarfsverkefni nema á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Krossins. 

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170