Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Fræðsla | Innri vegferð - ytri gróska

Fimmtudagur 6. mars 2025

Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núvitundarkennari,  og Kristín Anna Konráðsdóttir, teymis og leiðtogaþjálfi, leiða fræðslu og umræður um Innri þróunarmarkmiðin (Inner Development Goals) hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi innri markmið eru einskonar leiðarljós fyrir sjálfbæra þróun og dýpri tengingu við okkur sjálf, aðra og jörðina. 

Stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að takast á við áskoranir sem oft eru víðs fjarri okkar daglega lífi. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld.

 

Í þessu fræðsluerindi fáum við góð ráð hvernig við getum styrkt tengslin við okkar innra líf, aukið samkennd, hugrekki og þakklæti en með því að styrkja þessa innri eiginleika hlúum við að okkur sjálfum, öðrum og náttúrunni.

Eftir erindið verða umræður. 
 Öll velkomin!

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170