
Um þennan viðburð
Ferðasaga | Að elta þögnina, finna styrkinn – ferðalag um Himalaja fjöllin
Kannski byrjaði þetta allt með einfaldri spurningu: hvernig er það að eyða öllum deginum inni í mínu eigin höfði?“ Í daglegu lífi eru alltaf einhver hljóð: fólk að tala við mig, tónlist í eyrunum, endalaust verið að þjóta frá einum stað til annars. En hvað gerist þegar allt þetta þagnar? Hvers konar staður er hugur minn? Besti vinur minn – eða óútreiknanlegur aðkomumaður? Og hvað ef þú reynir að svara þessari spurningu, ekki sitjandi í notalega sófanum þínum, heldur í 5.000 metra hæð, umkringdur tindum Himalajafjalla?
Csenge Kovács segir frá og sýnir myndir frá 20 daga ferð sinni eftir 353 kílómetra Annapurna-stígnum, sem hún fór gangandi með bakpoka á herðunum, ýmsum áskorunum, miklum hlátri, efasemdum og umfram allt, djúpu innra ferðalagi (en þó mest með bananalaga bros á vör).
Auk þess að segja sögur frá ferðalaginu sjálfu og heiðarlegum hugleiðingum um undirbúning, erfiðleika og hápunkta mun Csenge sýna myndir og myndbönd af ,þaki veraldar, en Annapurna er 10. hæsta fjall jarðar. Csenge mun svara öllum spurningum með gleði tengdum þessu mikla ævintýri sem snérist ekki aðeins um ferðalag heldur ekki síður um það sem gerist þegar þú hittir sjálfan þig - þegar ekkert annað er eftir.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100