Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson

Um þennan viðburð

Tími
18:00
Verð
Frítt
Staður
Stúdentakjallarinn
Háskóli Íslands
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Café Lingua

Fimmtudagur 13. september 2018

Stefnumót fólks og tungumála á Cafe Lingua

Stúdentakjallarinn, Háskóla Íslands 
Fimmtudaginn 13. september kl 18:00

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Þessi viðburður er samstarf Borgarbókasafnsins við Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið „Linguae" og Íslenskuþorpið.

“Café Lingua – lifandi tungumál” er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fylgstu með okkur á Facebook síðu Cafe Lingua

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 411-6182